hið
gullna
jafnvægi
Bætt starfsumhverfi, aukinn sveigjanleiki og samhæfing fjölskyldu- og atvinnulífs.
Sveigjanleiki á vinnustað í tíu skrefum


Sveigjanleiki á vinnustað í tíu skrefum er fræðsluefni verkefnisins Hið gullna jafnvægi

Hið gullna jafnvægi sem var samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Gallup var íslenskur hluti ESB verkefnisins Striking the Balance sem breska sveitarfélagið Kingston upon Thames hafði forgöngu um, en verkefnið fór einnig fram í Þýskalandi og Grikklandi.

Verkefnið hafði það að markmiði að þróa fræðsluefni sem átti að auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum innan EES að þróa vinnufyrirkomulag og starfsmannastefnu sem mætt gæti óskum starfsmanna um betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs og þörf fyrirtækjanna sjálfra fyrir betri nýtingu mannauðs síns. Í tengslum við verkefnið prófuðu 35 íslensk fyrirtæki og stofnanir fyrstu drög fræðsluefnisins sem aðlagað var íslenskum aðstæðum.

Þátttökufyrirtækjunum var boðið upp á tvær ráðstefnur við upphaf og lok verkefnisins og röð af vinnustofum. Á hverri vinnustofu kynntu 4-5 fyrirtæki með hvaða hættu þau unnu að verkefninu, auk þess sem þau veittu innsýn í ráðstafanir í starfsmannamálum sem höfðu gefið góða raun. Markmiðið með vinnustofunum var ekki einungis að þátttakendur tileinkuðu sér fræðsluefnið, heldur ekki síður að efna til samræðu milli fyrirtækja um þarfir þeirra, reynslu og möguleg úrræði. © Hiðgullnajafnvægi.is | Borgum við Norðurslóð | 600 Akureyri | Sími: 460 6200 | Fax: 460 6201 | Hafðu samband
Hiðgullnajafnvægi.is keyrir á D10 Vefbúnaði, vefumsjónarkerfi í fullkomnu jafnvægi.