hið
gullna
jafnvægi
Bætt starfsumhverfi, aukinn sveigjanleiki og samhæfing fjölskyldu- og atvinnulífs.
UN Women


UN Women og UN Global Compact standa að Jafnréttissáttmálanum (e. Women‘s Empowerment Principles).

Jafnréttissáttmálinn er alþjóðleg yfirlýsing og samkomulag á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fyrirtæki og stofnanir geta haft að leiðarljósi við innleiðingu ábyrgra starfshátta, óháð landi og atvinnugrein og snúa viðmiðin fyrst og fremst að kynjajafnrétti.

Jafnréttissáttmálinn inniheldur sjö viðmið sem fyrirtæki og stofnanir geta haft að leiðarljósi til þess að efla konur og auka þátt þeirra í atvinnulífinu.

Jöfn tækifæri kynjanna til atvinnuþátttöku er ekki aðeins hið eina rétta – heldur er það einnig arðvænlegt fyrir fyrirtæki.

Það kemur okkur öllum til góða að hafa sjálfbærni og fyrirtækjaábyrgð að leiðarljósi og valdeflingu kvenna sem meginmarkmið.
 
Full þátttaka kvenna innan fyrirtækja er forsenda góðra viðskiptahátta; nú til dags sem og í framtíðinni. Jafnréttissáttmálinn er öflugt tæki til að vinna að þeim markmiðum.

Nú þegar hafa 12 íslensk fyrirtæki skrifað undir sáttmálann.

Til að fá nánari upplýsingar um sáttmálann er hægt að senda póst á unwomen[at]unwomen.is  

Hér finnur þú Jafnréttissáttmálann.© Hiðgullnajafnvægi.is | Borgum við Norðurslóð | 600 Akureyri | Sími: 460 6200 | Fax: 460 6201 | Hafðu samband
Hiðgullnajafnvægi.is keyrir á D10 Vefbúnaði, vefumsjónarkerfi í fullkomnu jafnvægi.