hið
gullna
jafnvægi
Bætt starfsumhverfi, aukinn sveigjanleiki og samhæfing fjölskyldu- og atvinnulífs.
Fyrirlestrar


Fyrirlestrar fluttir á morgunverðarfundi vinnuhóps um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs
á Grand Hóteli 20. nóvember 2012.


Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði.
Eru nútímafjölskyldur enn að glíma við samspil fjölskyldu og atvinnulífs?
 Í fyrirlestrinum vitnar Guðbjörg Linda í rannsóknir sem benda til þess að fólk brenni fyrr út í starfi vegna þess að það nái ekki að aðskilja fjölskyldu- og atvinnulíf
Glærur með fyrirlestrinum.

Tómas Bjarnason sviðstjóri hjá Capacent Gallup.
Hið gullna jafnvægi - gjöfult verkefni.
Meðhöfundur er Linda Rut Benediktsdóttir en Linda Rut var verkefnastjóri Hins gullna jafnvægis. Tómas fjallar í fyrirlestrinum um Hið gullna jafnvægi sem gjöfult verkefni og telur með vísan í kannanir að viðhorf yfirmanna skipti sköpum þegar kemur að samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og starfsánægju starfsfólks.
Glærur með fyrirlestrinum.


Fyrirlestrar fluttir á opnum fundi vinnuhóps um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs
á Hótel KEA 12. apríl 2013.

Þóra Kristín Þórsdóttir, félagsfræðingur.
Kynbundin verkskipting á Íslandi.
Fram kom í máli Þóru að heildarvinnuálag kvenna er meira en karla í sömu stöðu og að karlar upplifa árekstra þegar vinnan rekst á við fjölskylduna en að konur upplifa árekstra þegar fjölskyldan rekst á vinnuna.
Glærur með fyrirlestrinum.

Gyða Margrét Pétursdóttir,aðjúnkt í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild HÍ. 
Stjórnandinn: Jákvæður með bundið fyrir bæði eða meðvitaður bjartsýnisalki? 
Gyða ítrekaði að samræming fjölskyldulífs og atvinnu er jafnréttismál og því þurfi að beita ólíkum meðulum á karla og konur.
Glærur með fyrirlestrinum.

Erla B. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri SÍMEY.
Hvernig standa má að fræðslu fyrir launþega og atvinnurekendur. 
Erla talaði um eigin reynslu af því að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf og hvernig Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar getur komið að fræðslu fyrir atvinnurekendur og launafólk. 
Glærur með fyrirlestrinum. 

Ragnheiður Eyjólfsdóttir MSc nemi í OBTM við HR.
Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvernig þátttakendum á vinnumarkaði finnst þeim takast að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 
Fram kom í máli Ragnheiðar að fjölskyldustefna, sveigjanleiki, stuðningur yfirmanna og starfsánægja hefur mikið að segja þegar kemur að samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Starfsfólk fyrirtækja sem hafa virka fjölskyldustefnu upplifir síður ójafnvægi milli vinnu og fjölskyldu.
Glærur með fyrirlestrinum.

Björn Þorláksson, faðir með meiru. 
Kynhlutverkahyggja – ræður hún skörun atvinnu og fjölskyldulífs? Nokkur orð um mun á eldavél og útigrilli. 
Björn velti fyrir sér hvort kynhlutverkahyggja réði skörun atvinnu og fjölskyldulífs
Glærur með fyrirlestrinum.

Morgunverðarfundur 20. nóvember 2012

Opinn fundur 12. apríl 2013© Hiðgullnajafnvægi.is | Borgum við Norðurslóð | 600 Akureyri | Sími: 460 6200 | Fax: 460 6201 | Hafðu samband
Hiðgullnajafnvægi.is keyrir á D10 Vefbúnaði, vefumsjónarkerfi í fullkomnu jafnvægi.