hið
gullna
jafnvægi
Bætt starfsumhverfi, aukinn sveigjanleiki og samhæfing fjölskyldu- og atvinnulífs.
Senda á fésbók
Fyrirtæki sem sinna ráðgjöf og fræðsluÞekkingarmiðlun

Þekkingarmiðlun var stofnað í byrjun ársins 2002 og sérhæfir sig í því að miðla þekkingu og styrkja þannig einstaklinga og vinnustaði. Það er gert m.a. með námskeiðum, þjálfun, fyrirlestrum og einkaþjálfun.Samþætting fjölskyldu og atvinnulífs

Dregin eru fram þau gildi sem þátttakendum finnast skipta miklu máli bæði í starfi og einkalífi. Hvernig er hægt að samræma þær kröfur sem vinnan, fjölskyldan og samfélagið gera? Hvaða lausnir getur vinnustaðurinn gripið til og hvað getur einstaklingurinn sjálfur gert?ProActive –  ráðgjöf og fræðsla ehf.

Hjá ProActive stuðlum við að nýrri sýn á starfsmannamál með það að markmiði að efla vellíðan á vinnustað, auka viðveru og draga þannig úr kostnaði vegna veikindafjarveru. Við notum þrautreyndar aðferðir, sem studdar eru niðurstöðum fræðilegra rannsókna. Sýnt hefur verið fram á að með réttum viðbrögðum megi bæta viðveru, efla vellíðan og draga úr kostnaði.

Samþætting fjölskyldulífs og atvinnu

Margir finna fyrir streitu vegna þeirrar ábyrgðar að vilja standa sig vel í starfi og sinna fjölskyldunni af alúð. Í fræðslunni er farið yfir hvernig hægt er að skipuleggja sig betur í og utan vinnu til þess að draga úr álagi og streitu. Þátttakendur skoða eigin þarfir og vinna verkefni út frá þeim. Raunsönn dæmi og reynsla þátttakenda hleypa fjöri í samræður.

Hafið samband í síma 519 5590 eða á netfanginu proactive[at]proactive.is

Sjá ennfremur www.proactive.is og fylgist með okkur á Facebook https://www.facebook.com/ProactiveFraedslaOgRadgjofKallað hefur verið eftir upplýsingum frá aðilum sem sinnt gætu fræðslu og ráðgjöf varðandi samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Upplýsingarnar verða birtar jafnóðum og þær berast. Einnig er í vinnslu listi yfir gagnlegar bækur.


© Hiðgullnajafnvægi.is | Borgum við Norðurslóð | 600 Akureyri | Sími: 460 6200 | Fax: 460 6201 | Hafðu samband
Hiðgullnajafnvægi.is keyrir á D10 Vefbúnaði, vefumsjónarkerfi í fullkomnu jafnvægi.