hið
gullna
jafnvægi
Bætt starfsumhverfi, aukinn sveigjanleiki og samhæfing fjölskyldu- og atvinnulífs.
Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs.

Eitt af markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Um þetta er fjallað í jafnréttisáætlun stjórnvalda fyrir árin 2011-2014.
 
Til að vinna að þessu mikilvæga verkefni var skipaður vinnuhópur um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Vinnuhópurinn lauk störfum í apríl 2013 og skilaði þá greinagerð til ráðherra.
Greinargerðina má nálgast hér.

Vinnuhópurinn boðaði til tveggja funda
um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.
Upptökur frá fundi á Grand Hóteli 20. nóvember 2012.
Upptökur frá fundi á Hótel KEA 12. apríl 2013.


Hér má finna lista yfir aðila sem sinnt geta ráðgjöf og fræðslu um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.
Hvernig er þinn vinnustaður?


Er rætt hvaða möguleikar eru til staðar til að auðvelda samræmingu fjölskyldu– og atvinnulífs?

Hver eru viðhorf stjórnenda og yfirmanna til fjölskyldulífs og mikilvægi þess að starfsfólk geti samræmt vinnu og fjölskylduábyrgð? 

Er boðið upp á vinnufyrirkomulag og eða vinnutíma sem auðveldar starfsfólki að eiga tíma með fjölskyldunni, eins og t.d. sveigjanlegan vinnutíma eða fjarvinnu? 

Er fjölskyldulíf þitt metið af virðingu þegar vinna og fjölskylda rekast á. 

Er báðum kynjum sýndur skilningur þegar sinna þarf foreldrahlutverkinu?


Bæklingurinn fyrir stjórnendur.

Bæklingur fyrir starfsfólk.


© Hiðgullnajafnvægi.is | Borgum við Norðurslóð | 600 Akureyri | Sími: 460 6200 | Fax: 460 6201 | Hafðu samband
Hiðgullnajafnvægi.is keyrir á D10 Vefbúnaði, vefumsjónarkerfi í fullkomnu jafnvægi.